Opnið gluggann Eignir bókunarhópur - hreyfing.

Sýnir nettóbreytingu sem bókuð hefur verið í eignafærslum fyrir eignabókunarflokkinn. Ef fjárhagsheildun er gerð virk fyrir afskriftabók eiga upphæðirnar í skýrslunni að vera þær sömu og nettóbreytingin í fjárhagsreikningum sem úthlutaðir eru eignabókunarflokkunum. Þar af leiðandi má nota skýrsluna þegar samræma á eignafærslubók og fjárhag.

Í skýrslunni eru tveir hlutar. Fyrsti hlutinn sýnir nettóbreytingu hvers fjárhagsreiknings fyrir hvern eignabókunarflokk. Seinni hlutinn sýnir nettóbreytingu hvers fjárhagsreiknings fyrir hvern eignabókunarflokk.

Á flýtiflipanum Eignaafskriftabók er hægt að setja afmarkanir ef skýrslan á aðeins að innihalda tilteknar afskriftabækur, eignir eða eignarbókunarflokka. Á flýtiflipanum Valkostir má velja um nokkra valkosti til þess að sníða skýrsluna að ákveðnum þörfum.

Valkostir

Reitur Lýsing

Upphafsdagsetning

Færa inn dagsetninguna þegar skýrslan á að hefjast.

Lokadagsetning

Færa inn dagsetninguna þegar skýrslan á að enda.

Aðeins samtölur á hvern fjárhagsreikning

Valið ef skýrslan á aðeins að sýna samtölubreytingu hvers fjárhagsreiknings fyrir hvern eignabókunarflokk. Þetta er seinni hluti skýrslunnar.

Ábending